Líf og fjör hjá Vinnuskólanum

  • Fréttir
  • 30. júní 2011

Vinnuskólinn í Grindavík sló upp grillveislu á æfingasvæði knattspyrnudeildarinnar nú í morgun. Farið var í leiki og voru nemendur fegnir því að fá smá hvíld frá slætti og öðrum gróðurstörfum loksins þegar gerði almennilegt sumarveður. Alls eru hátt í 130 unglingar í vinnu hjá Grindavíkurbæ, frá 8. bekk og 17 ára aldurs. Vinnuskólinn hefur séð um að fegra bæinn í sumar með miklum glæsibrag, svo eftir er tekið og allt undir öruggri stjórn Ástu Jóhannesdóttur garðyrkjufræðingi bæjarins.

Myndirnar voru teknar í grillveislunni í morgun.


Flokkssstjórarnir Bogi Rafn og Jósef sáu um að grilla ofan í mannskapinn.


Þessar ungu blómarósir nutu sólarinnar í morgun


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir