Upphitun fyrir Bláa lóns gönguna - Glćsilegir vinningar í bođi

  • Fréttir
  • 22. júní 2011

Laugardagskvöldið 25. júní býður Bláa Lónið og Grindavíkurbær upp á hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn. Gangan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hér er um að ræða skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um skemmtilegan leik og myndband með Hreimi og Vigni hita upp fyrir gönguna, sem er að finna á heimasíðu Bláa lónsins.

Lagt verður af stað gangandi frá sundlaug Grindavíkur kl. 20:30 og er áætlað að ferðin taki um þrjár klukkustundir. Hópstjóri verður með í för. Allir eru á eigin ábyrgð.

Hreimur Örn Heimisson og Vignir Snær Vigfússon úr Vinum Sjonna munu skemmta með söng og spili við varðeld á fjallinu og einnig í Bláa Lóninu þar sem gangan endar.

Bláa Lónið er opið óvenju lengi þetta kvöld eða til klukkan 24:00.
Enginn þátttökukostnaður er í gönguna en þátttakendur greiða aðgang í Bláa Lónið. Þáttakendur eru hvattir til að skrá sig í Vinaklúbb Bláa Lónsins og fá þá sérkjör í Bláa Lónið: aðeins 1950 kr aðgangseyri. Skráðu þig í Vinaklúbb Bláa Lónsins hér.

Félagar í Vinaklúbbnum eiga einnig möguleika á vinningum þetta kvöld:
Árskort í Bláa Lónið
Aðgang í Betri stofu Bláa Lónsins
Kvikan - aðgangur að báðum sýningum fyrir 2
Cafe Kvikan - Kaffi og kaka fyrir 2
Mamma mía - Pizza fyrir 2
Fjórhjólaævintýri - Ævintýraferð fyrir 2
Gisting á tjaldsvæðinu í Grindavík - 4 nætur fyrir 2

Sætaferðir
Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19:30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20:00. Sætaferðir frá Bláa Lóninu verða til Grindavíkur kl. 00:30 og Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01:00.
Reykjanesbær - Sundlaug Grindavíkur - Bláa Lónið - Reykjanesbær: 1.500 kr.
BSÍ - Sundlaug Grindavíkur - Bláa Lónið - BSÍ: 3.200 kr.
Bláa Lónið - Sundlaug Grindavíkur: 500 kr.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir