Náttúran og ţjóđtrúin - Ratleikur Grindavíkur 2011

  • Fréttir
  • 21. júní 2011

Að vanda er Sigrún Franklín með skemmtilegan ratleik sem er útivistarleikur og stendur frá
upphafi Sjóarans síkáta fram að Jónsmessu sem er næsta laugardag. Ratleikinn er að finna í dagskrá hátíðarinnar og einnig hér (hægt að prenta út og fylla út). Leitað er að spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskortið. Staðirnir eru við fjallið Þorbjörn og Skipsstíg, gömlu þjóðleiðina milli Innri-Njarðvíkur og Grindavíkur. Skipsstígur er stikaður með númeruðum stikum (Sks).

Ratleikurinn vísar á nokkra staði þar sem náttúran og þjóðtrúin eru samtvinnuð. Fróðleikurinn byggir á bókinni Íslensk Flóra frá 1983 eftir Ágúst H. Bjarnason og námsbókinni Lífríkið á landi og munnmælum fólks í Grindavík.

Bókstafi og tölustafi á hverjum stað þarf að færa inn á lausnarblaðið og skila því í Kvikuna, auðlinda- og menningarhús Grindavíkur eigi síðar en 24. júní. Dregið verður úr réttum lausnum og það tilkynnt í Jónsmessugöngunni á Þorbirni 25. júní.
Veglegir vinningar í boði.
1. Fjölskylduárskort í Bláa lónið.
2. Fjölskylduárskort í Bláa lónið.
3. Gjafakort í Nettó að upphæð 25.000 kr.

Vinsamlegast látið vita ef spjöld finnast ekki eða hafa verið færð úr stað í Kvikuna sími 420 1190.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir