Bikarslagur gegn HK á Grindavíkurvelli í kvöld

  • Fréttir
  • 21. júní 2011

Eftir tæplega 3ja vikna pásu rúllar boltinn aftur af stað hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu í kvöld. Strákarnir okkar mæta þá HK í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar á Grindavíkurvelli kl. 19.15. Grindavík hefur gengið afar illa í bikarnum undanfarin ár og finnst mörgum kominn tími til að sjá liðið fara langt í keppninni í ár.

HK er í neðsta sæti í B-deild og rak þjálfara sinn, Tómas Inga Tómasson, í gær. Grindavíkurstrákar fengu tæplega viku pásu frá fótboltaæfingum í fríinu vegna þátttöku U21 árs liðsins í Danmörku og ættu því að mæta ferskir til leiks. Grindavík spilaði æfingaleik síðasta fimmtudag við Stjörnuna á Grindavíkurvelli sem vannst 2-1.

Paul McShane og Yasine Si Salem eru meiddir hjá Grindavík og verða ekki með í kvöld.

Þess má geta að strax eftir meistaraflokksleikinn verður leikur 2. flokkur Grindavíkur gegn Leikni í B-deild Íslandsmótsins á gamla aðalvellinum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir