Myndband - Hafţór Júlíus Sterkasti mađur á Íslandi annađ áriđ í röđ

  • Fréttir
  • 7. júní 2011

Hafþór Júlíus Björnsson vann keppnina Sterkasti maður á Íslandi með miklum yfirburðum um helgina sem fram fór á Sjóaranum síkáta í Grindavík. Hafþór Júlíusson sló í gegn á mótinu í fyrra og mætti enn sterkari til leiks í ár, búinn að bæta á sig 20 kg af vöðvamassa á einu ári! Hér að neðan má sjá myndbrot af Hafþóri Júlíusi í brautinni.

Hafþór Júlíus er engin smásmíði, hann er 2 metrar og 5 sentimetrar á hæð og vegur 190 kg. Hann er 22ja ára.

Sex keppendur mættu til leiks og keppt var í átta greinum sem dreifðust á tvo daga. Hafþór Júlíus var í sérflokki í flestum greinunum en varð reyndar í 3. sæti í tveimur greinum. Ari Gunnarsson varð í 2. sæti og Georg Ögmundsson þriðji en hann vann síðustu greinina, steinatökin. Fjórði varð svo bandarískur gestakeppandi, Sam McMahon, sem var að keppa á sínu síðasta móti á ferlinum en hans draumur var að ljúka ferlinum á Íslandi.

Keppnin um Sterkasta mann á Íslandi var bráðskemmtileg og fylgdist fjöldi fólks með kraftajötnunum fara á kostum. Þáttur um mótið verður sýndur á RÚV í sumar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!