Litadýrđ í skrúđgöngu og bryggjuballi

  • Fréttir
  • 3. júní 2011

Frábær þátttaka var í hátíðarhöldum Sjóarans síkáta í kvöld. Grillað var um allan bæ og kl. 20 fór svo hverfi hvert í sína skrúðgöngu sem allar sameinuðust við Ránargötu. Var glæsileg sjón að sjá öll fjögur hverfin marsera niður götuna enda litadýrðin stórkostleg og allir með bros á vör og klæddir í réttu litina. Bæjarbúar eiga hrós skilið fyrir frábæra þátttöku og hugmyndaauðgi í skreytingum og klæðaburði.

Á bryggjuballinu tóku trúbadorar hverfanna við og græna hverfið bauð upp á sjálfan Valgeir Guðjónsson sem samdi lagið græna byltingin á sínum tíma. Valgerður María og Lára Lind tóku tvö skemmtileg lög við frumsamda texta við góðar undirtektir og þá Mömmustrákar skemmtu og þar eru efnirlegir piltar á ferð. Kynnt voru verðlaun í skreytingakeppninni (sjá annarri frétt) og þá tóku við Hreimur og Vignir úr Vinum sjonna, Buffið og svo Ingó og Veðurguðirnir. Sannarlega glæsileg dagskrá og allir fengu eitthvað við sitt hæfi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir