Sjóarinn síkáti hefst í dag

  • Fréttir
  • 1. júní 2011

Formleg dagskrá Sjóarans síkáta 2011 hefst í dag þegar leikskólakrakkar mæta á Víkurbrautina til að skreyta girðinguna við Víkurbraut kl. 10:30. Kristinn Benediktsson opnar ljósmyndasýningu á Bryggjunni sem nefnist frá Veiðum til markaðar og þá verður sjávarréttaveisla á Bryggjunni í dag. Í kvöld verða svo mjög áhugaverðir tónleikar á Salthúsinu með Thin Jim (sjá nánar hér að neðan), Stigamenn verða á Bryggjunni og Grétar Matt á kantinum.

Dagskráin í dag:

10:30 Fiskur undan steini. Leikskólabörn skreyta girðinguna á móti verslunarmiðstöðinni í tilefni Sjómannadagshelgarinnar.

17:00 - Bryggjan. Frá veiðum til markaðar. Ljósmyndasýning Kristins Benediktssonar. Kútmagar, hrossakjöt, skata og sigin fiskur.
Grindavíkurmynd frá Ólafi Rúnari Þorvarðarsyni sýnd alla hátíðina.

21:00 - Salthúsið. Tónleikar með hljómsveitinni Thin Jim.
Miðaverð: 1.500 kr. Heimamaðurinn Halldór Lárusson spilar á trommur með hljómsveitinni.
Annars skipa hljómsveitina þau, Margrét Eir, Jökull Jörgensen, Birgir Ólafsson, Gísli Magnason, Andrés Þór og Kristófer Jensson.  

Sveitin mun spila frumsamið efni sem prýðir fyrstu plötu sveitarinnar. Platan er unnin með tveimur Grammy-verðlaunahöfum, þeim Gary Paczosa Mixermanni frá Nashville og Phil Magnotti mastergúrú frá LA. Tónleikarnir hefjast kl 21.

21:00 - Bryggjan. Stigamenn með tónleika.

22:00 - Kanturinn. Snillingurinn Grétar Matt einnig þekktur sem Greddi Rokk heldur uppi trúbadorafjöri. Enginn aðgangseyrir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir