Skólalok hjá miđstigi

  • Fréttir
  • 31. maí 2011

Nemendur á miðstigi, 4.-7. bekk fengu afhentan vitnisburð við skólaslit Grunnskólans í Grindavík. Stefanía Ólafsdóttir deildarstjóri á miðstigi stjórnaði athöfn sem var á sal skólans við Ásabraut. Það kom fram hjá henni að á stiginu voru 196 nemendur og var nokkur fjölgun frá síðasta ári þar sem 4. bekkur er talinn til miðstigs þetta árið.

Stefanía rakti starfið í vetur og kom fram að það hefur verið viðburðarríkt. Hún gat sérstaklega um spurningakeppnina sem haldin var á miðstigi og lýtur að bókmenntum. Hún er haldin til að ýta undir lestur og setur skemmtilegan blæ á skólastarfið. Nemendur geta notað sumarið til þess að lesa og undirbúa sig fyrir spurningakeppnina næsta skólaár og fengu þeir afhentar upplýsingar um hvað verði þema næstu spurningakeppni.

Afhentar voru ýmsar viðurkenningar við þetta tækifæri. Sigurvegarar í ratleik sem haldin var á vordögum fengu flatbökuveislu í verðlaun ásamt viðurkenningaskjali. Kvenfélag Grindavíkur verðlaunar þann nemanda sem skarar fram í textílmennt. Verðlaunin hlaut Kolbrá Sól Jónsdóttir 7.-V. Lionsklúbbur Grindavíkur verðlaunar þann sem skarar fram í tæknimennt. Guðmundur Jónsson 7.-V hlaut þau. Grunnskólinn hefur haft fyrir sið að veita þeim nemanda viðurkenningu sem hefur verið til mikillar fyrirmyndar í framkomu. Jóhannes Hilmar Gíslason fékk viðurkenningu frá Grunnskólanum með þeim orðum að hann væri „jákvæður, glaðlyndur og duglegur og lætur ekki veikindi aftra sér frá því að taka þátt og er ætíð samstarfsfús". Þá hlutu 3 nemendur sem hafa náð bestum árangri á miðstigi bókagjöf frá skólanum. Það voru þær Katla Marín Þormarsdóttir fyrir bestan árangur, Þórveig Hulda Frímannsdóttir fyrir næstbestan árangur og Katrín Lóa Sigurðardóttir fyrir 3ja besta árangur sem hlutu þessar viðurkenningar. Allar koma þær úr 7. bekkjum.
4. bekkingar héldu tombólu á vorgleðinni í skólanum og afhentu Rauða Krossi Íslands kr. 20.913 sem var afrakstur tombólunnar. Valdís Inga Kristinsdóttir veitti peningagjöfinni viðtöku fyrir hönd Rauða Krossins. Strákar úr 7. bekk hafa unnið að listaverki að undanförnu og vildu færa Kvikunni, hinu nýja auðlinda og menningarhúsi Grindavíkur, að gjöf. Það er mynd af sjóaranum síkáta og veitti Kristinn Reimarsson gjöfinni viðtöku.
Það eru engin skólaslit án tónlistar og sú var raunin núna. 3 nemendur úr 6. P, þeir Nökkvi Már Nökkvason, Andri Snær Agnarsson og Haukur Arnórsson, fluttu 2 lög og fengu salinn til að dilla sér með. Góður endir á góðu skóalári.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir