Vorgleđi Grunnskólans sett í blíđviđri

  • Fréttir
  • 30. maí 2011

Grunnskóli Grindavíkur heldur sína árlegu vorgleði þegar skólastarfi lýkur. Öllum aðstandendum nemenda er boðið til hátíðarinnar og hefur hún verið fjölsótt undanfarin ár. Margt er í boði nú sem endranær. Má þar nefna boccia, limbó, sápukúlur, allskyns boltaleikir, golfþrautir, föndur, hlutavelta og andlitsmálun svo eitthvað sé nefnt.

Lögreglan sér um árlega hjólreiðaskoðun, tónlist er spiluð og síðan er hljómsveit sem skipuð er nemendum Grunnskólans.

Það voru Pabbastrákar sem opnuðu hátíðina með því að banka á dyr himnaríkis og virtist því kalli vera vel svarað því sólin skein glatt á fjölmenni sem var viðstatt setningu hátíðarinnar. Það má kalla þetta upphitun fyrir bæjarhátíðina, Sjóarann síkáta sem verður haldin í Grindavík um næstu helgi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir