Dótadagur í Hópsskóla

  • Fréttir
  • 27. maí 2011

1. bekkir í Hópsskóla fengu að halda dótadag núna á vordögum. Nemendum finnst spennandi að fá tækifæri til að koma með uppáhaldsleikfangið sitt í skólann og deila því með bekkjarfélögum. Nemendur ná oft vel saman í leik og það brást ekki þennan dag. Hlutverkaleikir, kubbabyggingar, risaeðlur og fleira skemmtilegt sást hjá þeim. Einnig mátti vera í búningum og sumir mættu í lit síns hverfis því framundan er helgi í Grindavík sem kennd er við Sjóarann síkáta. Þar skipta litir Grindavík í fjóra hluta og allir taka þátt í að gera sitt hverfi sem skrautlegast.

null

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!