Grindavík áfram í bikarnum

  • Fréttir
  • 25. maí 2011

Grindavík tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ með því að leggja KA að velli 2-1 á gervigrasinu í Boganum á Akureyri í kvöld. Tékkneski framherjinn Michal Pospísil skoraði bæði mörk Grindavíkur í sitt hvorum hálfleiknum.

Grindvíkingar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður en KA leikur í B-deild. Dregið verður í 16 liða úrslitin í hádeginu á föstudaginn.

Vegna eldgossins í Grímsvötum fóru Grindvíkingar norður í gær með rútu.

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld. Hann stóð sjálfur vaktina í vörninni.

"Við skutum sjálfa okkur í fótinn með því að gera þetta spennandi. Við fengum fullt af dauðafærum til að klára leikinn og vorum sjálfum okkur verstir. Við gefum þeim svo mark, við fengum tvö tækifæri til að hreinsa en nýtum það ekki. Það gerði leikinn spennandi."

"Það var margt jákvætt í leiknum en þurfum að vera skynsamari í ákveðnum hlutum á mikilvægum augnablikum. Það er ekki nóg að ætla að gera þetta með hálfum hug. Það hefur verið svolítið þannig undanfarið en sem betur fer var okkur ekki refsað fyrir að vera ekki nógu beittir."

"En þó að ég tali svona er ég ánægður með úrslitin og bikarinn snýst bara um eitt, að komast áfram,” sagði Ólafur en vegna óvissu með samgöngur komu Grindvíkingar norður í gær.

“Við keyrðum í gær og gistum á heimaslóðum Jóhanns Helgasonar. Móðir hans er þar með bústaði og úr varð góð ferð, sigur og fínt hópefli,” sagði Ólafur sem sagðist þó ekki hafa fengið pönnsur og lúxus, en Greifapizzan hafi runnið ljúflega niður.

Sem stendur er Þór að æfa í Boganum en Grindvíkingar mæta einmitt Þorpurum á mánudaginn í Pepsi-deildinni. Ólafur sagðist ekki ætla að horfa á æfinguna. “Neinei, nú drífum við okkur bara heim. Við verðum að passa okkur á mánudaginn, við lögðum upp með í kvöld að lenda ekki í neinu veseni en það gekk ekki eftir. Við lögum það,” sagði Ólafur við Vísi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir