Myndband međ Ingó og Veđurguđunum á Sjóaranum síkáta í fyrra

  • Fréttir
  • 24. maí 2011

Ingó og Veðurguðirnir munu skemmta á föstudagskvöldinu á Bryggjuballinu á Sjóaranum síkáta líkt og fyrir ári síðan. Hér að neðan má smá MYNDBAND með Ingó og Veðurguðunum á Sjóaranum síkáta í fyrra.

Tvær grindvískar hljómsveitir taka einnig lagið, atriði úr árshátíðarleikriti grunnskólans verður sýnt og trúbadorar hverfanna taka lagið. Á undan verður að sjálfsögðu grillað í hverfunum kl. 18 og kl. 20 er skrúðganga. Hér má sjá dagskrána á föstudagskvöldinu:

- Kl. 18:00 Götugrill um allan bæ.
Grindavíkurbæ hefur verið skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta göturnar í sínum litum og slá saman í götugrill sem liðsstjórar hverfanna sjá um að skipa.

Svona er bænum skipt upp:
Appelsínugula hverfið (bátar)
Austurvegur, Þórkötlustaðahverfi, Stamphólsvegur, Hópsbraut, Vesturhóp, Austurhóp, Miðhóp, Suðurhóp, Norðurhóp, Víðigerði, Efrahóp.
Bláa hverfið (krabbar)
Túngata, Víkurbraut neðan pósthúss, Marargata, Garðvegur, Mánagata, Verbraut, Ránargata, Kirkjustígur, Mánasund, Vesturbraut, Mánagerði, Hellubraut, Dalbraut, Sunnubraut, Laut.
Græna hverfið (skeljar)
Heiðarhraun, Víkurbraut ofan pósthúss, Hvassahraun, Staðarvör, Staðarhraun, Norðurvör, Borgarhraun, Suðurvör, Arnarhraun, Fornavör, Skólabraut, Leynisbraut, Ásabraut, Leynisbrún, Hraunbraut.
Rauða hverfið (fiskar)
Skipastígur, Árnastígur, Vigdísarvelli, Glæsivellir, Ásvellir, Sólvellir, Blómsturvellir, Iðavellir, Höskuldarvellir, Hólavellir, Litluvellir, Selsvellir, Baðsvellir, Efstahraun, Gerðavellir.

- Kl. 20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu.
Appelsínugula hverfið leggur af stað frá 50+ blokkinni á gatnamótum Suðurhópsbrautar og Stamphólsvegar (gengur niður Stamphólsveg að kirkjunni og út á Ránargötu).
Rauða hverfið leggur af stað frá Hérastubbi bakara (gengur Gerðavelli og suður Víkurbraut að Ránargötu).
Græna hverfið leggur af stað frá gatnamótum Leynisbrautar og Staðarhrauns (gengur upp Heiðarhraun og að Ránargötu).
Bláa hverfið leggur af stað frá Kvennó (gengur norður Víkurbraut að Ránargötu).
Öll hverfin ganga svo niður Ránargötuna að hátíðarsvæðinu í þessari röð: Rauðir, grænir, bláir og appelsínugulir.

- Kvölddagskrá:
Bryggjuball á hátíðarsvæðinu við Kvikuna.
Slysavarnardeildin Þórkatla verður með candy-flos og annað góðgæti til sölu.

- Kl. 20:30 „Trúbadorar" úr hverju hverfi halda uppi „brekku-eða bryggjusöng"
- Kl. 20:50 Verðlaunaafhendingar: Best skreytta húsið, best skreytta gatan, frumlegasta skreytingin, best skreytta fyrirtækið og best skreytta hverfið.
- Kl. 21:00 Nemendur úr grunnskóla Grindavíkur flytja lög úr leikritinu „Okkar eigin Grindavík"
- Kl. 21:15 Grindvíska unglingahljómsveitin PABBA STRÁKAR leikur nokkur lög
- Kl. 21:30 Grindvíska hljómsveitin JÓN, PÁLL OG POLLARNIR leikur nokkur lög
- Kl. 22:00 - 24:00 Bryggjuball - Ingó og Veðurguðirnir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!