10 dagar í Sjóarann síkáta - Íslandsmeistaramót í flökun og netagerđ

  • Fréttir
  • 24. maí 2011

Nú eru 10 dagar í Sjómanna- og fjölskylduhátíðina Sjóarann síkáta. Í fyrra var haldin Íslandsmeistarakeppni í netaviðgerðum sem tókst vel og verður sú keppni einnig í ár í umsjón Fisktækniskóla Suðurnesja í Grindavík og Veiðarfæraþjónustunnar í Grindavík. Að þessu sinni verður einnig Íslandsmeistarakeppni í flökun í umsjá Fisktækniskólans. Grindvíkingar og aðrir áhugasamir landsmenn eru hvattir til að skrá sig og vera með:

Laugardagurinn 4. júní - Sjóarinn síkáti í Grindavík 2011:
- Kl. 15:30 Íslandsmeistarakeppni í netaviðgerðum. Umsjón: Fisktækniskóli Íslands og Veiðafæraþjónustan í Grindavík. Keppnin fer fram á Kvíabryggju (smábátahöfninni). Skráning og nánari upplýsingar; Lárus Þór Pálmason, sími 899 8483 og netfang: larus@fss.is  

- Kl. 15:30 Íslandsmeistarakeppni í flökun. Umsjón: Fisktækniskóli Íslands. Keppnin fer fram í húsnæði Vísis. Skráning og nánari upplýsingar; Lárus Þór Pálmason, sími 899 8483 og netfang: larus@fss.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir