11 dagar í Sjóarann síkáta - Glćsileg dagskrá

  • Fréttir
  • 23. maí 2011

Dagskrá Sjómanna- og fjölskylduhátíðarinnar Sjóarans síkáta 2011 er á lokasprettinum en hátíðin fer fram 3.-5. júní nk. Hún verður birt í Járngerði sem verður dreift í upphafi næstu viku og einnig hér á heimasíðunni og www.sjoarinnskati.is. Netfang hátíðarinnar er sjoarinnskati@grindavik.is.  Dagskráin verður glæsileg og ein sú öflugasta frá upphafi og er í samvinnu við Sjómanna- og vélastjórafélag Grindavíkur. Þar sem uppstigningadag ber upp á fimmtudaginn 2. júní verður ýmislegt um að vera bæði 1. og 2. júní. Á næstu dögum verður dagskráin kynnt hér á heimasíðunni. En hér er stiklað á stóru:

Miðvikudaginn 1. júní:
Leikskólabörn skreyta girðinguna á Víkurbraut, Kanturinn (Grétar Matt) og Salthúsið (Thin Jim) með tónleika.

Fimmtudagur 2. júní:
Kaffihús og flóamarkaður í Framsóknarhúsi, Bacalaomót í fótbolta fyrir fyrrverandi leikmenn, þjálfara og stjórnarmenn Grindavíkur og tónleikar í Salthúsinu (The backstabbing Beatles) og Salthúsinu (Valdimar).

Föstudagur 3. júní:
Bylgjan verður í Grindavík alla helgina í Kvikunni, Söguratleikur Grindavíkur (náttúran og þjóðtrúin), ratleikurinn Hver býr hér? og um kvöldið verða götugrill um allan bæ. Kl. 20 verður litaskrúðganga úr hverfunum fjórum á hátíðarsvæðið við Kvikuna. Þar verður kvölddagskrá þar sem grindvískar hljómsveitir taka lagið, flutt verða lög úr árshátíðarleikriti grunnskólans og Ingó og Veðurguðirnir sjá um Bryggjuballið. Þá verða dansleikir á Salthúsinu (Geimfararnir) og Kantinum (BlazRoca). Bæjarbúar eru hvattir til þess að mæta í litum sinna hverfa í vinnuna þennan dag.

Laugardagur 4. júní:
Söguratleikur, golfmótið Sjóarinn síkáti open, sundmót Sjóarans síkáta, knattspyrnumót í 6. flokki. Stakkavík sýnir heimildamynd, kaffihús og flóamarkaður í Framsóknarhúsinu, handverksmarkaður við Kvikuna, Þórkatla selur góðgæti, hoppukastalar og leiktæki á svæðinu, paintball og lazertag, hundasýning, hin vinsæla skemmtisigling, kappróður í höfninni, sjópulsan, harmonikkutónleikar, reykköfun o.fl. við slökkvistöðina.
Á sviðinu verður vönduð skemmtidagskrá m.a. með Friðrik Dór, Skoppu og Skrítlu, töframanni, Sirkus Sóley og keppninni Sterkasti maður á Íslandi, Brúðubíllinn verður á sínum stað o.fl.. Þá verður Íslandsmeistarakeppni í netaviðgerðum og flökun, bifhjólaklúbburinn Grindjánar býður upp á krakkakeyrslu, á Kantinum verður kerlingahlaup o.fl. o.fl.
Um kvöldið verður mikið um að vera á skemmtistöðunum þar sem verða tónleikar og böll. Salthúsið (bluestónleikar og Dalton bræður), Kanturinn (Sixties) og íþróttahúsið (Skítamórall) bjóð upp á fjörið.

Sunnudagur 5. júní:
Dagurinn hefst á hressingargögnu á Þorbjörni og dorgveiðikeppni og þá taka við hátíðarhöld Sjómannadagsins á vegum Vélstjóra- og sjómannafélags Grindavíkur. Sjómannamessan verður í Grindavíkurkirkju og kl. 14 verða hátíðarhöld við Kvikuna með ávarpi, heiðursviðurkenningum og verðlaunaafhendingu. Þá verður koddaslagur, kararóður og flekahlaup við höfnina. Handverksmarkaður og leiktækin verða á sínum stað, veltibíll Sjóvá, götukörfubolti við Hópsskóla, útivatnsrennibraut, hestateyming o.fl. o.fl.

Á hátíðarsviðinu íþróttaálfurinn og Solla stirða, Björgvin Franz úr Stundinni okkar, söngatriði, dansatriði og Sterkasti maður á Íslandi. Ingó töframaður sýnir listir sínar sem og fjöllistamaðurinn Gilligan og kaffisala verður á vegum Kvenfélagsins í grunnskólanum og skemmtun fyrir eldri borgara í Víðihlíð. Þá verður keppni í sjómann og knattspyrnumót hverfanna á sínum stað.

Kl. 20:30 verða tónleikar í íþróttahúsinu - Guðrún Gunnarsdóttir - Óður til Ellýjar. Sérstakur gestur á tónleikunum er heiðursmaðurinn Ragnar Bjarnason.

Miðaverð aðeins 2.500 kr. í forsölu. 3.000 kr. við innganginn. Forsala miða fer fram í Kvikunni á opnunartíma hússins milli kl. 10:00 - 17:00. Sími: 420-1190.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!