Skipulagslýsing fyrir Iđnađar- og hafnarsvćđi

  • Fréttir
  • 18. maí 2011

Grindavíkurbær auglýsir skipulagslýsingu fyrir Iðnaðar- og hafnarsvæði í Grindavík skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulag iðnaðarsvæðis á Hópsnesi. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Nesvegi til austurs og suðurs. Til norðurs er Austurvegur og til vesturs er Bakkalág og smábátahöfnin. Norðan Bakkalágar eru Hópsbæirnir og þjóðminjaverndarsvæði tengt þeim. Stærð skipulagssvæðisins er um 33 ha.

Deiliskipulagið er unnið með það að meginmarkmiði að uppfylla þá stefnu aðalskipulags að stefnt skuli að fjölbreyttu atvinnulífi á sem flestum sviðum. Til þess er nauðsynlegt að bæjarfélagið geti boðið þeim fyrirtækjum sem hyggjast starfa í sveitarfélaginu upp á tilbúið grunnkerfi s.s. lóðir og samgöngukerfi. Ætlunin er að á svæðinu verð tiltölulega lágreist byggð og boðið verði upp á misstórar lóðir og byggingarreiti sem hentað geti litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Hverfið er í góðum tengslum við byggðina og býður því upp á vistvæna samgöngumáta milli heimils og vinnustaðar.

Deiliskipulagstillagan er unnin á grundvelli endurskoðaðs aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030 sem auglýst er skv. 1. mgr. 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 á tímabilinu frá 9. apríl til 23. maí 2011.

fh. Bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar
Ingvar Þ. Gunnlaugsson Forstöðumaður Tæknideildar

Deiliskipulagslýsing fyrir Iðnaðar- og hafnarsvæðið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir