Kvikan opnuđ - Tvćr glćsilegar auđlindasýningar og kaffihús

  • Saltfisksetur
  • 18. maí 2011

Kvikan, auðlinda- og menningarhús var formlega opnað í gær að viðstöddu fjölmenni. Í Kvikunni eru nú tvær sýningar. Annars vegar Saltfisksetrið sem verið hefur í húsinu frá því það var opnað 2002 og hins vegar ný sýning sem nefnist Jarðorka sem er ætluð að fræða gesti um undirstöðuatriði íslenskrar jarðsögu og jarðfræði, skýra á einfaldan hátt eðli jarðhita, eldvirkni og jarðskjálfta. Þá hefur verið opnað kaffihús í Kvikunni sem er nú opið alla daga vikunnar frá kl. 10-17 og verður húsið nú miðstöð auðlinda- og menningar í Grindavík.

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og formaður stjórnar Kvikunnar fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á rekstri hússins. Jarðsögusýningin var áður í Gjánni í Eldborg en var lokað á sínum tíma en hefur nú verið flutt á efri hæðina í Kvikunni auk þess sem bætt hefur verið við upplýsingum um Auðlindastefnu Grindavíkurbæjar og glæsilegum eldgosamyndum. Vel hefur tekist til við flutninginn en Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður, sem hannaði báðar sýningarnar í Kvikunni, kom að því að skipuleggja jarðsögusýninguna í Kvikunni.

Stjórn Kvikunnar ákvað leita til aðila í Grindavík sem reka matsölu- eða kaffistaði til þess að taka að sér rekstur á kaffihúsi í Kvikunni í umboðssölu. Eitt tilboð barst og var það frá Mömmu míu og var gengið til samninga við fyrirtækið. Myndarlegt kaffihús verður því rekið í Kvikunni í sumar.

Við opnunina í gær voru tvö skemmtileg tónlistaratriði sem settu tóninn fyrir menningarstarfsemi í Kvikunni. Annarsvegar sungu efnilegar söngkonur lagið ,,Keyrum þetta í gang" úr árshátíðarleikriti Grunnskóla Grindavíkur og hinsvegar tók hljómsveitin Jón Páll og Pollarnir nokkur lög. Þá opnaði Róbert Kvikuna með formlegum hætti og gestir skoðuðu sýningarnar tvær í húsinu.
Hannað hefur verið auðkennismerki fyrir Kvikuna, auðlinda- og menningarhús og sá Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður um það. Merkið þykir endurspegla vel auðlindirnar tvær sem eru í húsinu, annars vegar hraunkviku og hins vegar hafið. Gunnar hannaði einnig auðkennismerki Jarðorkunnar.

Kvikan - Auðlinda- og menningarhús
Hafnargata 12a - Sími 420 1190
kvikan@grindavik.is
www.grindavik.is/kvikan
Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!