Gönguleiđa merkingar hafnar á Reykjanesi

  • Fréttir
  • 23. nóvember 2005

Í dag var hafist handa viđ ađ stiku merkja Skipsstíg sem liggur milli Grindavíkur og Njarđvíkur. Girđir ehf hefur samiđ viđ Ferđamálasamtök Suđurnesja ađ sjá um verkiđ sem felur í sér ađ reka niđur járnhólk sem stikan sjálf situr í, hver stika er merkt hverri gönguleiđ og númeruđ og er ţađ númer gps merkt og á skrá t.d. hjá neyđarlínunni 112 og ţví auđvelt ađ stađsetja fólk í nauđ eđa villum. Árni G Svavarsson hjá Girđi ehf og vinnuflokkur hans byrjađi verkiđ í Kúadal í Grindavík sem í dag telst vera upphafspunktur gönguleiđarinnar Grindavíkur megin og er nánast í miđjum bć. Ţetta er tilraunaverkefni í tengslum viđ gönguleiđarverkefniđ , en á nćstunni verđur hafist handa viđ ađ koma fyrir stórum skiltum í ţéttbýlisstöđum á Reykjanesi sem sýna yfirlitsmynd af nćsta nágreni og upphaf hverrar gönguleiđar. Í kjölfariđ verđur komiđ fyrir skiltum viđ upphaf gönguleiđar og á hverri leiđ verđa einnig skilti sem sýna helstu markverđa stađi og kennileiti. Verkefniđ byggir á korti sem ferđamála samtök Suđurnesja gáfu út 2003 og dreifđu í hvert hús á Suđurnesjum. Kortiđ fćst í Saltfisksetri Íslands .  Myndin er af vörđu á Prestastíg , flestar gönguleiđir á Reykjanesi eru vel varđađar og auđveldar yfirferđar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir