Veđurofsi á Suđurnesjum - Foreldrar sćki börn sín í skólann

  • Fréttir
  • 28. apríl 2011

Vindur blæs orðið hressilega á Suðurnesjum og veðrið á eftir að versna töluvert á næstu klukkustundum. Lögreglan á Suðurnesjum vill koma þeim tilmælum til fólks að koma hlutum í skjól sem geta fokið. Er þar átt við sorptunnur og annað lauslegt í görðum.


Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur verið sett í viðbragðsstöðu en í Grindavík er spáð að vindur fari í 25 m/s um hádegið. Þar hefur farg verið sett á viðkvæm húsþök og unnið er að því að koma fiskikörum í skjól.


Foreldrar þurfa að huga að því að sækja börnin sín þegar skólahaldi er lokið í dag því vindurinn verður mikill.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir