Bláalónshringur á annan í páskum

  • Fréttir
  • 23. apríl 2011

Menningar og sögutengd gönguferð verður í boði á annan í páskum og hefst gangan kl. 13.00.
Gangan er í boði Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar. Gangan hefst kl. 13.00 við bílastæði Bláa Lónsins og er áætlað að hún taki um 3 klukkustundir. Möguleiki er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Enginn þátttökukostnaður er í gönguna.

Gengið verður m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem hraunið kom úr á sögulegum tíma), farið með Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar er ætlunin m.a. að kíkja á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið um jarðauðlindagarðinn í Svartsengi yfir að svæði Hitaveitu Suðurnesja og um hið litskrúðuga lónssvæði að Lækningalind og endað í Bláa Lóninu. Göngugarpar fá tvo fyrir einn í Bláa Lónið þar sem tilvalið er að endurnýja kraftana eftir góða göngu. Ferðin og fræðslan er sniðin þannig að börn jafnt sem fullorðnir hafi gagn og gaman af. Góður skófatnaður æskilegur og gott að taka með sér smá nesti. Allir þátttakendur á eigin ábyrgð. Gönguferðin er ein af mörgum sem sjf menningarmiðlun mun annast í sumar sjá nánar á www.sjfmenningarmidlun.is

Vatnsleikfimi verður einnig í boði á annan í páskum fyrir baðgesti Bláa Lónsins. Vatnsleikfimin hefst kl. 15.00 og kl. 16.30 og er hún í boði Hreyfingar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir