Fótbolti.net spáir Grindavík 9. sćti

  • Fréttir
  • 22. apríl 2011

Sérfræðingar fotbolta.net spá Grindavík 9. sæti í Pepsideild karla í sumar en spáin var birt í morgun. Þar segir að Grindavíkurliðið sé með skapandi menn fram á við en liðið eigi eftir að sakna sárt Gilles Mbang Ondo, markakóngs Íslandsmótsins í fyrra. Dagbjartur Einarsson stuðningsmaður liðsins spáir Grindavík sjötta eða sjöunda sæti.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Grindavík 45 stig
10. Stjarnan 38 stig
11. Víkingur R. 35 stig
12. Þór 15 stig

Ólafur Örn Bjarnason verður nú spilandi þjálfari allt tímabilið og hans handbragð ætti að sjást enn betur á liðinu. Liðið hefur misst besta leikmann sinn í fyrra, markahrókinn Gilles Mbang Ondo.

Hvað segir Reynir? Reynir Leósson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Reynir er reynslumikill varnarmaður sem á fjölmarga leiki að baki í efstu deild hér á landi og í atvinnumennsku erlendis. Hann spilar nú með ÍA í 1. deild karla. Hér að neðan má sjá álit Reynis á Grindavík.

Styrkleikar: Eru með skapandi menn fram á við, sérstaklega í Scott Ramsey og Paul McShane. Þeir eru góðir í að halda bolta innan liðsins og eru með mikið af stuttum sendingum. Þeir eru virkilega þéttir á miðjunni þar sem þeir spila með þrjá menn. Það er erfitt að spila sig í gegnum þá. Varnarlínan verður mun öflugri en í fyrra þar sem Ólafur Örn Bjarnason spilar allt tímabilið. Ray Anthony Jónsson ætti að vera í fínu formi eftir dvölina í Filippseyjum.

Veikleikar: Þeir mættu blanda leik sínum betur, eru oft full einhæfir og fyrirsjáanlegir í sínu spili. Þeir munu sakna Gilles Mbang Ondo alltof mikið. Ég hef séð nýja sóknarmanninn þeirra, Michal Pospisil, spila og hann er ekki nægilega öflugur að mínu mati. Hann er ekki hraður og þeim vantar meiri hraða fram á við. Í fyrra lágu þeir til baka og sóttu hratt á Ondo. Þeir eru með nýja útlendinga og ég er ekki viss um styrkleika þeirra.

Lykilmenn: Ólafur Örn Bjarnason, Paul McShane og Scott Ramsey.

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að sjá Orra Hjaltalín spila aftur á miðjunni eftir að hafa verið miðvörður undanfarin ár. Ég hef trú á því að hann geti gefið þeim mikinn kraft á miðsvæðinu.


Nánar má sjá þessa umfjöllun hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál