Kvikan - Auđlinda- og menningarhús

  • Saltfisksetur
  • 12. apríl 2011

Þátttaka í samkeppni um nafn á húsið Hafnargötu 12a og nýja jarðsögusýningu sem verið er að setja upp í húsinu var mjög góð. Alls barst 21 tillaga, 13 að nafni á húsinu og 8 fyrir sýninguna. Í auglýsingu um samkeppnina var hvatt til þess að nafn hússins myndi hafa skírskotun til sjávar, jarðfræði og menningar.

Stjórn Saltfiskseturs Íslands, sem stóð fyrir samkeppninni, tók tillögurnar fyrir á fundi sínum þann 11. apríl.

Þess ber að geta að aðilar tengdum tveimur stjórnarmanna sendu inn tillögur og tóku þeir því ekki þátt í afgreiðslu málsins. Stjórnin var afar ánægð að sjá hve mikill áhugi var fyrir samkeppninni og þakkar fyrir áhugaverðar tillögur, en þær voru eftirfarandi:

Fyrir húsið
• Alda.
• Auðlindahús.
• Auðlindahúsið.
• Bergið. Auðlinda- og menningarhús á Reykjanesi.
• Brimsteinshús.
• Bylgja.
• Djúpið. Auðlinda- og menningarhús Grindavíkur.
• Gestahúsið (The Visitors House).
• Hafsteinshús.
• Kvika. Sem vísar hvorutveggja til hraunkviku og sjólags.
• Kvikan. Auðlinda- og menningarhús.
• Menningarsetur Grindavíkur.
• Sæsteinssetur.

Fyrir jarðsögusýninguna
• Gjóska.
• Hraunsýningin (The Lava Show).
• Jarðorka (Earth Energy).
• Jarðorkan (The Earh Energy).
• Jarðsaga Íslands.
• Kvika sem vísar til hraunkviku.
• Úr iðrum jarðar (Journey to the center of the earth).
• Víti.

Stjórn samþykkti nafnið Kvikan - Auðlinda- og menningarhús fyrir húsið sjálft. Nafnið er mjög lýsandi fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu, en nafnið vísar til hraunkviku, sjólags og kvikra hreyfinga manna við listsköpun og aðra menningarstarfsemi. Nafnið er þjált bæði á íslensku og ensku, en enska heitið er Magma-house of culture and natural resources.

Höfundur tillögunnar er Björn G. Björnsson, sem einmitt hannaði bæði sýningu Saltfisksetur Íslands og jarðsögusýninguna.

Stjórn samþykkti nafnið Jarðorka fyrir sýninguna. Nafnið er mjög lýsandi fyrir sýninguna, en hún segir frá jarðfræði svæðisins, þeirri orku sem býr í jörðinni og nýtingu hennar. Nafnið er þjált bæði á íslensku og ensku, en enska heitið er Earth Energy. Höfundur tillögunnar er Guðmunda Kristjánsdóttir.

Sýningin Saltfisksetur Íslands heldur að sjálfsögðu sínu nafni.

Stjórnin er afar ánægð með niðurstöðuna og vonar að Grindvíkingar og gestir muni taka nýju nafni vel. Í Kviku -Auðlinda- og menningarhúsi Grindvíkinga, verða sýningar um tvær af helstu náttúruauðlindum bæjarins og gróskumikil menningarstarfsemi. Húsið opnar aftur í maí.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir