Líf og fjör í Menningarvikunni

  • Fréttir
  • 9. apríl 2011

Mikið var um að vera í Menningarvikunni í gærkvöldi. Um 50 konur mættu í Zumba fjör í íþróttahúsinu og var mikil stemmning. Fullt var í Salthúsinu þar sem var dagskrá með yfirskriftinni Grindavíkurnætur. Dúettinn BúBilló með Pálmar Guðmundssyni og Svani tóku grindvísk lög ásamt Hólmfríði Samúelsdóttur.

Þá mættu dúettinn Gunnarssynir sem var skipaður bræðrunum Brynjari og Óskari og að lokum var það grindvíska hljómsveitin RIP sem fór hamförum en hljómsveitin fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Á Kantinum var uppistand sem þótti takast vel og á Bryggjunni var Matthías Johannesson skáld sem fór yfir sögusviðið og svo Árni Johnsen með bryggjusöng. Hér eru nokkar myndir frá gærkvöldinu.

Efsta mynd: RIP á Salthúsinu.


Zumba fjör.


Gunnarssynir.


Pálmar og Svanur.

Hólmfríður.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir