Kosiđ í grunnskólanum

  • Fréttir
  • 8. apríl 2011

Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 verður haldinn laugardaginn 9. apríl frá kl. 10:00 - 22:00. Kjörstaður er Grunnskóli Grindavíkur. Kjósendum er bent á að hafa með sér persónuskilríki.

Unnt er að skila athugasemdum vegna kjörskrár til bæjarstjórnar. Kjörskráin liggur frammi á bæjarskrifstofunni, Víkurbraut 62 Grindavík, til kjördags.

Utankjörfundar atkvæðagreiðsla er í útibúi sýslumanns, Víkurbraut 25, neðri hæð í dag til kl. 17:00.

Á myndinni eru Bragi og Björgvin í Þjónustumiðstöðinni en þeir voru að undirbúa kosningarnar í morgun.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir