Menningarvikan - Spćnsk lög og sögur á Salhúsinu

  • Fréttir
  • 30. mars 2011

Afar áhugaverð skemmtun verður á Salthúsinu í menningarvikunni laugardaginn 2. apríl en hún ber yfirskriftina Sabina: Sól og saltfiskur. Þar flytja Pétur Valgarð Pétursson og Júlíus Hjörleifsson lög hins kunna spænska tónlistarmanns Joaquin Sabina og flytja sögumola á milli laganna.

Þar má nefna Spánverjavígin og basknesk-íslenskur orðalisti. Fyrsti útflutningur á saltfiski til Spánar. Bannárin og Spánarvínin. Borgarastyrjöld á Spáni og þátttaka Íslendinga. Sólarlandaferðir hefjast. Sögur úr sólinni og Spánarferðir.

Sabina er einn af þekktari tónlistarmönn-um Spánar. Hann fæddist í Andalúsíu 1949 og byrjaði ungur að skrifa ljóð og eignaðist gítar á unglingsárum. Eftir hann liggja 19 plötur, mest með frumsömdu efni auk níu ljóða- og söngtextabóka.

Þegar Sabina var 19 ára innritaðist hann í háskólann í Granada í heimspeki og gekk fljótlega til liðs við vinstri sinnaða stúdenta sem mótmæltu einræði Francos. Árið 1970 kastaði hann sprengju á opinbera byggingu til að mótmæla aftökum ungmenna í Burgos og í kölfarið var gefin út handtökuskipun. Hann flúði á fölsku vegabréfi til Parísar þar sem hann var um skeið en fór svo til Lond-on og bjó þar með hústökufólki í nokkur ár.

Árið 1976 gaf Sabina út ljóðakverið ,,Minningar úr útlegð" og árið eftir flutti hann aftur til Spánar, tæpur tveimur árum eftir dauða Francos. Frægðarsól hans byrjaði fyrst að rísa þegar hann tók þátt í röð sjónvarpsþátta og í kjölfarið sló hann í gegn með næstu plötu sinni Malas Companías (Slæmur félagsskapur) 1980. Upp frá því varð hann eitt af stóru nöfnunum í spænskri dægurtónlist.

Tónlistin sver sig í ætt við margar stefnur en stíllinn og textarnir eru afar persónulegir. Oft frásagnir í fyrstu persónu um samskipti hans við konur og húmorinn er aldrei langt undan.

Sabina er fyrir löngu kominn í dýrlingatölu hjá aðdáendum sínum bæði á Spáni og í Suður-Ameríku. Kvensemin sem hann er þekktur fyrir hefur látið undan síga á efri árum og hefur hann frá því um 2000 búið með sömu konunni, Jimenu, frá Perú.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!