Amerískur dagur á Laut

  • Fréttir
  • 28. mars 2011

Amerískur dagur var í Lautinni síðasta föstudag en Svanþór á Haga á ættir sínar að rekja til hennar Ameríku. Bandaríski kúrekur, Brian að nafni, kom í heimsókn og fræddi krakkana um Ameríku. Þá var hlustað á bandaríska þjóðsönginn og fána landsins flaggað.

,,Svo var haldin keppnin ,,Laut got talent " en þau börn sem vildu gátu komið með eitthvað atriði og sýnt hinum börnunum í leikskólanum. Var sungið, dansað og klappað. Justin Bieber og Michael Jackson settu sinn svip á sýninguna. Síðan snæddum við hamborgara og franskar í hádeginu að hætti Beggu," segir á heimasíða Lautar.

Fleiri myndir á heimasíðu leikskólans. Hér má líka sjá dásamlegt myndband frá hæfileikakeppninni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir