Viđ vorum bara lélegir

  • Fréttir
  • 24. mars 2011

,,Þetta er mjög sárt. Við skorum tvö stig á síðustu fimm mínútunum. Samt fengum við nóg af galopnum skotum en það fór ekkert niður. Við spiluðum samt fína vörn í fjórða leikhluta en það er ekki nóg að spila fína vörn í einum leikhluta," sagði Þorleifur Ólafssson við Vísi. Hann var að vonum svekktur en honum fannst halla svolítið á sitt lið í dómgæslunni undir lokin.

,,Það duttu skelfilegir dómar þeirra megin undir lokin. Þá héldu dómarar ekki línu sem var búið að gefa allan leikinn. Ég set stórt spurningamerki við dómarana undir lokin," sagði Þorleifur en tók þó fram að dómararnir hefðu ekki verið þess valdandi að Grindavík er úr leik.

,,Við vorum bara lélegir. Ég vil ekki kenna dómurunum um tapið því við töpuðum þessu sjálfir. Ef við hefðum spilað eins og menn allan leikinn hefðu þessir dómar undir lokin ekki skipt máli."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!