Menningin blómstrar - Glćsileg menningarvika fram undan

  • Fréttir
  • 18. mars 2011

Menningarvika Grindavíkur verður haldin 2.-9. apríl nk. undir yfirskriftinni Menning er mannsins gaman. Þetta er í þriðja sinn sem menningarvikan er haldin og er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg en fjölmörg metnaðarfull atriði eru á dagskrá. Uppistaðan í dagskránni er framlag heimafólks en margt af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar kemur þar einnig fram. Má þar nefna Kristján Jóhannsson tenór, Magnús Eiríksson og KK. Jafnframt koma fram rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson og Einar Már Guðmundsson, leikonan Brynhildur Guðjónsdóttir og ýmsir fleiri.

Tónleikar, skemmtanir, frásagnir, sýningar og uppákomur verða alla dagana á bókasafninu, Bryggjunni, Salthúsinu, Aðal-braut, Veitingastofunni Vör, Kantinum, íþróttahúsinu, Kvennó, Víðihlíð, sundlauginni, Grindavíkurkirkju, leikskólunum, grunnskólunum, listastofum, Landsbankanum, verslunarmiðstöðinni, Aþenu og handverksfélaginu Greip.

Setning menningarvikunnar verður laugardaginn 2. apríl í Grindavíkurkirkju. Þar verða menningarverðlaun Grindavíkur afhent.

Dagskrá menningarvikunnar verður í Járngerði sem kemur út fyrir mánaðarmót og hér á heimasíðunni en hér verður jafnframt sagt frá ýmsum viðburðum í aðdraganda menningarvikunnar. Sérstakur hnappur er neðst á síðunni merktur menningarvikunni og þar verða allar fréttir á einum stað sem tengjast henni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál