Reynir Berg og Björn Lúkas Íslandsmeistarar í júdó

  • Fréttir
  • 13. mars 2011

Grindvíkingar gerðu það gott á Íslandsmótinu í júdó (U17 og U20) í júdósal JR um helgina. Alls kepptu 8 Grindvíkingar og komust 7 þeirra á verðlaunapall. Tveir Íslandsmeistaratitlar komust í hús og hvorki fleiri né færri en 7 silfur. Sannarlega glæsilegur árangur árangur hjá þessum grindvískum drengum.

Í 17-19 ára aldursflokki kepptu 4 drengir frá Grindavík:
Sigurpáll Albertsson sem fékk silfur í -90kg flokki.
Rúnar Örn Gunnarsson sem fékk silfur í -60kg flokki.
Daniel Víðar Hólm sem fékk silfur í -81kg flokki.
Guðmundur Ingi Hammer Kjartansson keppti í -73kg flokki en komst því miður ekki á pall.
Kepptu þeir líka í sveitaglímu (liðakeppni) allir saman og fengu einnig silfur.

Í 15-16 ára aldursflokki kepptu einnig 4 drengir:
Reynir Berg Jónsson varð Íslandsmeistari í -55kg flokki.
Björn Lúkas Haraldsson varð Íslandsmeistari í -81kg flokki.
Guðjón Sveinsson fékk silfur í -66kg flokki.
Sólon Rafnsson fékk silfur í -60kg flokki.
Þeir kepptu líka í sveitaglímu 4 saman og lentu í 2. sæti, enn eitt silfrið.

Á efri myndinni er Reynir Berg fyrir miðju, nýkrýndur Íslandsmeistari.

Á neðri myndinni er Björn Lúkas að leggja andstæðing sinn að velli í gær og á neðstu myndinni er hann með gullpeninginn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir