Nýtt skipulag í Vinnuskólanum

  • Fréttir
  • 13. mars 2011

Miðað við þá upphæð sem sett er í Vinnuskóla Grindavíkur fyrir sumarið 2011 er ljóst að lækka þarf laun hjá unglingum og draga úr vinnu til að geta boðið öllum unglingum 14 - 17 ára einhverja vinnu í sumar. Laun unglinga í Vinnuskóla Grindvíkur hafa verið einna hæstu í samanburði við önnur sveitarfélög og þrátt fyrir lækkun eru launin samt hærri en hjá flestum öðrum sveitarfélögum. Íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til við bæjarráð að skipulag vinnuskóla og laun verði með eftirfarandi hætti:

14 ára: vinna í 3 vikur hálfan daginn. Laun: 405 kr. pr. klst. m/ orlofi.
15 ára: vinna í 5 vikur þ.a. hálfan daginn í tvær vikur. Laun: 495 kr. pr. klst. m/ orlofi.
16 ára: vinna í 5 vikur. Laun: 585 kr. pr. klst. m/ orlofi.
17 ára: vinna í 8 vikur, þ.a. hálfan daginn í tvær vikur. Laun: 900 kr. pr. klst. m/ orlofi.

Fyrirkomulag á vinnustundum gæti breyst en það færi eftir aðsókn hversu miklar tilfæringar yrði hægt að gera.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!