Myndir: Hlupu 123 km viđ afar erfiđar ađstćđur

  • Fréttir
  • 11. mars 2011

Eins og greint var frá á heimasíðunni fyrr í vikunni fór sex manna hópur grindvískra kvenna ásamt fleiri Íslendingum í sannkallaða ævintýraför til Kanaríeyja og tók þar þátt í Trans Gran Canaria ofurhlaupi þar sem hægt var að velja nokkrar vegalengdir. Þrjár þeirra fóru 123 km og þrjár 24 km. Hér má sjá nokkrar myndir frá hlaupinu.

Kristín Bucholz, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og María Jóhannesdóttir hlupu hvorki meira né minna en 123 km um holt og hæðir Kanaríeyja og komu saman í mark eftir rúmar 29 klukkustundir. 123km hlaupið var erfitt vegna mikillar rigningar, það var bratt og kalt, slóðarnir flughálir af leirdrullu en stórfengleg leið og frábært útsýni þegar fór að birta. 8 km upphækkun er á leiðinni.

María Eir Magnúsdóttir, Sólveig M. Jónsdóttir og Ester Karlsdóttir fóru 24 km. Þær lentu ekki í nokkrum vandræðum því hjá þeim var bjart og þurrt mest allan tímann. Ester og Sólveig fengu reyndar dembu síðasta hálftímann.


Ester, móðir Kristínar, var sú elsta í hópnum. Þessi síunga 72ja ára gamla útivistarkona fór sitt fyrsta skráða hálfmaraþon þótt allir Grindvíkingar viti að hún hafi gengið þau nokkur á ævinni, eins og tengdasonur hennar komst að orði.

Stelpurnar þakka þann áhuga sem þú og aðrir Grindvíkingar hafa sýnt þessu brölti þeirra. Vonandi er þetta hvatning fyrir fólk til að sjá enn og aftur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.


123 km hlaupararnir María, Anna og Kristín.


Íslenski hópurinn sem fór 24 km. Ester í neðri röð lengst til vinstri, María Eir næst lengst til hægri í sömu röð og Sólveig í efri röðinni.


Íslenski hópurinn sem fór 123 km.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir