Helgi Jónas tók fram skóna

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2011

Nýjasti liðsmaður Grindavíkur Nick Bradford og þjálfari liðsins Helgi Jónas Guðfinsson komu báðir mikið við sögu í 87-76 sigri Grindavíkur á Hamar í Iceland Express deild karla í Grindavík í kvöld. Nick er nýkominn til liðsins og þjálfarinn Helgi Jónas spilaði með í kvöld en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur. Saman skoruðu þeir þrettán stig í lokaleikhlutanum þar sem Grindavík tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórða leikhlutann 28-15.

Þar sem engin leikstjórnandi er í liðinu eftir að Grindavík lék Sims fara í vikunni er ljóst að Helgi Jónas mun spila með liðinu út þessa leiktíð.

Páll Axel Vilbergsson skoraði 21 stig fyrir Grindavík í kvöld og Ryan Pettinella var með 16 stig og 11 fráköst. Mladen Soskic skoraði 14 stig og Nick Bradford var með 11 stig og 8 stoðsendingar í sínum fyrsta leik. Helgi Jónas skoraði 10 stig en hann og Nick voru báðir bara með fjögur stig fyrir lokaleikhlutann.

Grindavík var með frumkvæðið í fyrsta leikhluta og náði um tíma fimm stiga forskoti í honum en var 23-21 yfir í lok hans. Hamarsliðið var hinsvegar með þriggja stiga forskot í hálfleik, 41-38, eftir að hafa skorað sex síðustu stigin í honum.

Grindvíkingar skoruðu 9 af fyrstu 10 stigum seinni hálfleiksins og komnir ellefu stigum yfir í þriðja leikhlutanum, 46-35, þegar 4 og hálf mínúta var eftir en Hamarsmenn gáfust hinsvegar ekki upp, unnu lokakafla leikhlutans 26-13 og voru tveimur stigum yfir, 61-59, fyrir lokaleikhlutann.

Grindavík náði aftur forystu í upphafi fjórða leikhluta og nú tókst þeim að stinga Hamarsmenn af og tryggja sér ellefu stiga sigur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir