Áhugavert skólaţróunarverkefni

  • Fréttir
  • 22. febrúar 2011

Haustið 2010 fór af stað þróunarverkefni í Grunnskóla Gindavíkur sem miðar m.a. að því að auka fjölbreytni kennsluhátta og öryggi og áræðni kennara við að nýta fjölbreyttar leiðir í kennslu. Til verkefnisins fékkst styrkur úr Skólaþróunarsjóði Grindavíkur. Verkefnið hlaut heitið Af heilum hug sem er vísan til þess að kennarahópurinn vinni af heilum hug að því að leita leiða til að bæta sig í starfi og mæta ólíkum þörfum nemenda. Halldóra Halldórsdóttir kennari átti hugmyndina að nafninu.

Allir kennarar skólans taka þátt í verkefnin og er áætlað að því ljúki formlega í vor. Ingvar Sigurgeirsson prófessor Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er ráðgefandi í þessari vinnu. Innan skólans er teymi skipað 5 kennurum þeim Helgu Kristjánsdóttur, Maríu Eir Magnúsdóttur, Páli Erlingssyni, Svövu Agnarsdóttur og Viktoríu Róbertsdóttur sem heldur utan um skipulag og vinnu í tengslum við verkefnið.

Fengnir hafa verið fyrirlesarar, kennarar hafa valið sér viðfangsefni sem þeir skipuleggja og fara af stað með í sinni kennslu og kynna síðan á kennarafundum, skólaheimsóknir eru fyrirhugaaðar o.fl.

Vonumst við til að þetta verði upphafið að því að auka enn á fjölbreytni í kennsluháttum og nálgun viðfangsefna og slík vinnubrögð nái að festast í sessi í skólanum um ókomna tíð.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um verkefnið:

Kynning á þróunarverkefni

Verkefni II

Vinnuáætlun - tímaplan

Grindavík

Fundur 2. des.

Ingvar Sigurgeirsson - glærur


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir