Velferđarsjóđurinn Blálilja

  • Fréttir
  • 22. febrúar 2011

Kvenfélag Grindavíkur vekur athygli á velferðarsjóðnum Blálilju sem styrkir fatlaða einstaklinga sem eiga lögheimili í Grindavík, til kaupa á hjálpartækjum. Sjóðurinn var stofnaður eftir konukvöld Kvenfélagsins 2009. Ágóði af happadrætti konukvölda undanfarin þrjú ár hafa runnið í sjóðinn. Hægt er að styrkja Velferðarsjóðinn með kaupum á Ullmax ullarvörum.

Umsóknareyðublað má finna hér. Eyðublöð má líka nálgast hjá formanni Kvenfélagsins en skila skal blaðinu til stjórnarsjóðsins. Á umsóknareyðublaðinu skal koma fram nafn umsækjanda, aldur og fötlun , nafn forráðamanns, sé umsækjandi undir 18 ára aldri. Einnig skal tilgreina ástæðu umsóknar og hvort umsækjandi hafi sótt um í sjóðinn áður.

Stjórn sjóðsins er bundin trúnaði þeim skjólstæðingum sem sækja um styrk.

Blálilja veitir einstaklingi styrk einu sinni á hverju almanaksári. Hámarksfjárhæð styrks er allt að 50.000 kr. Umsóknum skal skila fyrir 15. maí og 15. nóvember, ár hvert.

Í stjórn Blálilju eru;
Bjarný Sigmarsdóttir, formaður
Björk Sverrisdóttir, formaður Kvenfélags Grindavíkur
Sandra Antonsdóttir, gjaldkeri
Bjarghildur Jónsdóttir, meðstjórnandi
Sólveig Ólafsdóttir, meðstjórnandi


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir