Bikarsilfur annađ áriđ í röđ

  • Fréttir
  • 19. febrúar 2011

Eftir góðan fyrri hálfleik áttu Grindvíkingar engin svör við stórleik KR-inga í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag. KR lagði Grindavík að velli með 22ja stiga mun, 94 stigum gegn 72 og tryggði sér bikarmeistaratitilinn í tíunda sinn og í fyrsta skipti í 20 ár. „Það sem gerðist er að varnarleikurinn fór út um dyrnar. Við gleymdum honum inn í klefa og allri þeirri baráttu sem var til staðar í fyrri hálfleik," sagði hann í samtali við Vísi eftir leik.

„Við töluðum um að gera ákveðna hluti í hálfleik og svo stíga menn á gólfið í þeim síðari og gerðu ekkert af því."

KR-ingar voru svo fljótir að gera út um leikinn og settu niður alls átta þriggja stiga skot í seinni hálfleik.

„Þegar menn eru komnir fimmtán stigum yfir verða þessi skot pressulaus og því mun auðveldara að fá þau niður en þegar leikurinn er jafn."

„En KR-ingar spiluðu frábærlega í kvöld og eiga hrós skilið," bætti Helgi Jónas við.

Grindvíkingar byrjuðu mjög vel í deildinni í haust en hafa verið að gefa eftir á síðustu vikum.

„Það var mikill getumunur á liðunum í dag og hugarfarið skiptir líka máli. Ég hélt að menn myndu nota þennan leik til að snúa við blaðinu og menn gerðu það í 20 mínútur. Við héldum að það væri nóg."

Grindavík byrjaði vel og hafði eins stigs forskot eftir fyrsta leikhluta. Í hálfleik hafði KR eins stigs forystu, 40-39. Í upphafi seinni hálfleiks dró sundur með liðunum og KR ingar reyndust miklu mun grimmari og má segja að Grindavíkurliðið hafi hrunið eins og spilaborg í seinni hálfleik. Lykilmenn voru óþekkjanlegir, varnarleikurinn var enginn og sóknarleikurinn bitlaus. Að sjálfsögðu munaði mikið um að Þorleifur Ólafsson meiddist á ökkla í fyrri hálfleik og gat ekkert leikið í þeim seinni. Þá saknar Grindavík sárlega Guðlaugs Eyjólfssonar.

Annað árið í röð þarf Grindavík að sætta sig við silfrið í bikarnum en það þýðir bara eitt: Við hirðum gullið að ári.

Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 0, Egill Birgisson 0, Ármann Vilbergsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0.

Mynd: Sport.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir