Dagblöđ í skóla

  • Fréttir
  • 18. febrúar 2011

Dagblaðalestur hefur þótt almennur á Íslandi í gegnum tíðina. Sú var tíðin að daglega komu út 4-5 dagblöð ásamt sérritum viku og mánaðarlega. Þetta hefur breyst mikið með tilkomu tölvunnar og internetsins. Í dag eru mun fleiri vefrit í gangi heldur en dagblöð. Undanfarna föstudagsmorgna hefur komið myndarlegur stafli af Morgunblöðum á unglingastigið í Grunnskóla Grindavíkur.

Það er ekki svo að Morgunblaðið sé í áskriftaherferð heldur er hér á ferðinni verkefnið Dagblöð í skólum fyrir grunnskóla. Morgunblaðið hefur boðið upp á kennslugögn og blöð í skólanum, nemendum að kostnaðarlausu.
Nemendur vinna sem felur í sér lifandi og skemmtilega vinnu með málefni líðandi stundar.
Markmið verkefnisins er:
• Að auka orðaforða nemenda
• Að þjálfa nemendur í lestri
• Að sýna mikilvægi mynda með textum
• Að þjálfa nemendur í hlustun
• Að auka lesskilning nemenda
• Að nemendur temji sér gagnrýna hugsun, spyrji spurninga og leiti svara
Þessi vinna er liður skólans í að auka lestur og lesskilning hjá unglingunum og hefur mælst afar vel fyrir bæði hjá nemendum sem kennurum.
Auk þessa eru í gangi lestrarstundir þar sem allir nemendur eiga að lesa sér til yndis a.m.k. 15 mínútur á dag.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir