Spennan magnast

  • Fréttir
  • 17. febrúar 2011

Körfuknattleikssamband Íslands boðaði til blaðamannafundar í dag til að kynna Poweradebikarúrslitin sem fara fram í Laugardalshöll um helgina. Fjörið hefst kl. 13:30 með viðureign KR og Keflavíkur í kvennaflokki og kl. 16:00 mætast KR og Grindavík í karlaflokki. Miðasala fer fram á www.midi.is.

Bikarúrslitin fara nú fram í 42. sinn í karlaflokki en í 37. sinn í kvennaflokki. Frá árinu 1993 hafa bikarúrslitin farið fram á þessum árstíma.

Heiðursgestir liðanna á leikjunum um helgina:

KR:
Kolbeinn Pálsson, f.v. leikmaður og þjálfari KR, íþróttamaður ársins 1966 og fv. formaður KKÍ.

Keflavík:
Berglind Hauksdóttir, Landsbankinn í Keflavík

Grindavík:
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

KKÍ:
Ólafur Rafnsson, forseti FIBA Europe og ÍSÍ

Það verða söngvarar frá ÓP-hópnum sem munu syngja þjóðsöng Íslands fyrir báða leikina, Bylgja Dís Gunnarsdóttir í kvennaleiknum og Hörn Hrafnsdóttir í karlaleiknum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun