Besa ehf. ţykir framúrskarandi

  • Fréttir
  • 17. febrúar 2011

Grindvíska útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Besa ehf. er eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo sem hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Besa ehf. er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Benónýs Þórhallssonar og Svövu Jónsdóttur en börnin þeirra þrjú starfa einnig í fyrirtækinu.

Benóný og Svava ásamt Reynir Jóhannssyni og Jenný Jónsdóttir hófu útgerð 1975 þegar þau keyptu Geirfuglinn af Fiskanesi og nefndu Víkurberg GK. Í dag gera Benóný og Svava út krókaaflamarksbátinn Dúddi Gísla GK 48 sem var smíðaður 2008 og er 15 tonn. Þá fjárfestu þau í fyrra í 1000 fermetra fiskvinnsluhúsnæði en ætlunin er að flytja ferskan fisk út með flugi.

Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 177 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki.
Tíu hæstu voru Alcan, CCP, Össur og Stálskip, HB Grandi, Vistor, Loftleiðir - Icelandic, Bananar ehf, KPMG hf og Nathan og Olsen.

Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 í CIP áhættumati Creditinfo.

Creditinfo vill með þessari viðurkenningu vekja athygli á fyrirtækjum sem skara fram úr í viðskiptum og geta verið fyrirmynd annarra fyrirtækja sem vilja ná góðum árangri.

Sjá nánar á http://www.creditinfo.is/forsida/vottun/ Mynd: Ríkharður Ríkharðsson.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!