Róbert í sjónvarpsviđtali í Víkurfréttum

  • Fréttir
  • 17. febrúar 2011

Bæjarstjórinn í Grindavík, Róbert Ragnarsson bauð upp á spjall við bæjarbúa milliliðalaust á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík í gærmorgun. Þar fór hann meðal annars yfir fjármálin á síðustu árum og fjárhagsáætlun fyrir næstu ár.

„Við erum að gera breytingar til að sveitarfélagið sé betur rekstrarhæft. Við erum ekki í nógu góðu formi og þurfum að fara ofan í allan okkar rekstur, skera okkur upp, laga meinin og ég vonast til að við verðum komin í gott form árið 2012," sagði Róbert við Víkurfréttir að fundi loknum.

Róbert segir að niðurskurðurinn sé mest áberandi í stóru málaflokkunum eins og fræðslumálum, félagsþjónustu, íþrótta- og æskulýðsmálum og stjórnsýslu. Hann segir þó að það sé reynt að jafna niðurskurð eins og hægt er.

Bæjarstjórinn er þessa dagana að endurskoða bæjarmálin en ekki óháður aðili. „Eflaust er betra að fá óháðan aðila til að endurskoða bæjarmálin. Mín menntun og bakgrunnur er í stjórnsýslu svo ég kann þetta þokkalega en að fá óháðan aðila kostar mikla peninga og erum við að draga úr útgjöldum eins og hægt er. Ég tel samt að við munum ná þokkalegum árangri í að breyta verklagi og verkferlum hjá okkur þannig að við sinnum okkar verkefnum betur og það muni kosta minna en það gerir í dag,"

Sjónvarpsviðtal Víkurfrétta við Róbert má sjá hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!