112 dagurinn er í dag

  • Fréttir
  • 11. febrúar 2011

Í dag er 112 dagurinn. Grindavíkurdeild Grindavíkurdeild RKÍ býður sjálfboðaliðum deildarinnar upp á ókeypis námskeið í tilefni dagsins kl. 16:00 - 18:00. Þetta er tveggja klukkustunda námskeið í endurlífgun og losun aðskotahlutar í hálsi. Í tilefni af 1-1-2 deginum (11.2) er hér stutt kynning á neyðarvörnum Grindavíkurdeildar.

Neyðarvarnir Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands
Grindavíkurdeild sinnir neyðarvörnum samkvæmt samningi Rauða kross Íslands við Almannavarnir ríkisins. Deildin hefur á að skipa 5 manna neyðarvarnarnefnd og 14 fjöldahjálparstjórum sem eru tilbúnir að bregðast við þegar á þarf að halda. Auk þess hefur deildin aðgang að hópi fólks sem er tilbúið að koma og aðstoða ef þörf krefur og kallast liðsauki.

Fjöldahjálparstöð
Í Grindavík eru skipulagðar tvær fjöldahjálparstöðvar. Önnur er staðsett í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2 og hin í Hópskóla Suðurhópi 2. Til að fullmanna eina fjöldahjálparstöð þarf um 20 sjálfboðaliða.
Sjálfboðaliðar neyðarvarna opna fjöldahjálparstöð ef þess gerist þörf og sinna þar ýmsum störfum og aðhlynningu. Ef til neyðarástands kemur vegna náttúruhamfara, slysa eða af öðrum ástæðum eru sjálfboðaliðar á vegum Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands tilbúnir til að taka á móti fólki í fjöldahjálparstöð.
Neyðarvarnanefndin hefur umsjón með opnun fjöldahjálparstöðva og skipulagi neyðarvarna á vegum deildarinnar.

Fulltrúar neyðarvarnarnefndar:
Hjördís Rósa Halldórsdóttir, formaður nefndarinnar
Bjarni Rúnar Einarsson
Brynja Guðmundsdóttir
Ólafur Már Guðmundsson
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir

Vilt þú geta orðið að liði ef vá ber að höndum? Deildin óskar eindregið eftir sjálfboðaliðum í fjöldahjálp og liðsauka. Upplýsingar gefur Rósa í síma 661 7041.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir