Grátlegt tap gegn Íslandsmeisturunum

  • Fréttir
  • 11. febrúar 2011

Grindavík glopraði frá sér sigrinum gegn Snæfelli í gærkvöldi í úrvalsdeild karla í körfubolta. Snæfellingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og voru yfir 53-38. Grindvíkingar fóru á kostum í seinni hálfleik og komust yfir en örlagaríkt klúður á lokasprettinum varð okkar mönnum að falli.

Snæfell skoraði ekki fyrstu fimm mínúturnar í seinni hálfleik og eftir þrjá leikhluta hafði Snæfell eins stigs forskot, 68-67. Grindavík komst svo 7 stigum yfir á lokasprettinum en þriggja stiga körfur gestanna reyndust örlagaríkar en að sama skapi sváfu okkar menn algjörlega á verðinum í varnarleiknum.

Ryan Petinella átti stórleik fyrir Grindavík og skoraði 35 stig og hirti 20 fráköst.

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var afar svekktur með tapið gegn Snæfelli í kvöld rétt eins og félagar hans. Grindvíkingar gáfu eftir á lokamínútunum og misstu frá sér það sem virtist vera unninn leikur.

,,Ég hef engar útskýringar á þessu hruni. Við bara hættum að spila. Við hittum illa fyrir utan og reyndum að fara inn í teiginn þar sem Ryan var heitur í síðari hálfleik.
Það gekk vel framan af en svo hættum við að gera það síðustu þrjár mínútur leiksins. Við hættum líka að spila liðsvörn og því fór sem fór," sagði Ólafur við Vísi sem vildi þó ekki meina að Grindavík hefði farið á taugum.

,,að vantar drápseðlið í okkur svo við klárum svona leiki. Þetta var ekki nógu gott og við hefðum átt að gera betur."

Grindavík: Ryan Pettinella 35/20 fráköst, Kevin Sims 17/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9/4 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 7/8 fráköst, Mladen Soskic 6, Páll Axel Vilbergsson 4/9 fráköst.

Mynd: Karfan.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir