Gjaldskrá fyrir byggingaleyfis- og ţjónustugjöld

  • Fréttir
  • 2. febrúar 2011

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt gjaldskrá fyrir byggingaleyfis- og þjónustugjöld. Gjaldskráin er eftirfarandi: 

GJALDSKRÁ
fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld í Grindavík.

1. gr.
Við útgáfu byggingarleyfa og vegna annarrar þjónustu sem tæknisvið
Grindavíkurbæjar veitir skal greiða þau gjöld sem gjaldskrá þessi kveður á um.

1.1. Íbúðarhúsnæði.

Neðangreind gjöld miðast við eina yfirferð aðal- og séruppdrátta sem nauðsynlegir eru til að
fullgera bygginguna að innan sem utan. Innifalið í gjaldinu er byggingarleyfisgjald, gjald vegna út og hæðarsetningar lóða, lögbundið byggingareftirlit og áfangaúttektir, útgáfa fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar. Að auki eru gjöld vegna ástands- og stöðuúttekta, grenndarkynninga,yfirferð umfangsmikilla séruppdrátta, samkvæmt mati byggingarfulltrúa hverju sinni.

1.1.1. Einbýlishús 114.300 kr.
1.1.2. Parhús, tvíbýlishús, raðhús á einni hæð 96.658 kr. pr. íbúð
1.1.3 Raðhús á fleiri en einni hæð, fjölbýlishús með þremur íbúðum 82.567 kr. pr. íbúð
1.1.4. Fjölbýlishús, tvær hæðir, með fjórum íbúðum eða fleiri 71.913 kr. pr. íbúð
1.1.5. Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með fjórum íbúðum og fleiri 62.415 kr. pr. íbúð
1.1.6. Umsýslugjald vegna umfangsminni grenndarkynninga 14.800 kr. 
1.1.7. Umsýslugjald vegna umfangsmeiri grenndarkynninga 50.100 kr.
1.1.8 Byggingar- og afgreiðslugjald - lágmarksgjald 11.060 kr.

1.2. Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir, húsnæði með íbúðum.

Neðangreind gjöld miðast við eina yfirferð aðal- og séruppdrátta sem nauðsynlegir eru til að
fullgera bygginguna að innan sem utan. Innifalið í gjaldinu er byggingarleyfisgjald, gjald vegna út og hæðarsetningar lóða, lögbundið byggingareftirlit og áfangaúttektir, útgáfa fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar. Að auki eru gjöld vegna ástands- og stöðuúttekta, grenndarkynninga, yfirferð umfangsmikilla séruppdrátta, samkvæmd mati byggingarfulltrúa hverju sinni.

1.2.1. Gólfflötur allt að 500 fermetrar 114.300 kr.
1.2.2. Gólfflötur 500 til 1.000 fermetrar 200.166 kr.
1.2.3. Gólfflötur 1.001 til 2.000 fermetrar 294.639 kr.
1.2.4. Gólfflötur 2.001 til 5.000 fermetrar 434.611 kr.
1.2.5. Gólfflötur stærri en 5.000 fermetrar 576.666 kr.

1.3. Ýmis hús og hvers konar viðbyggingar.
Neðangreind gjöld miðast við eina yfirferð aðal- og séruppdrátta sem nauðsynlegir eru til að
fullgera bygginguna að innan sem utan. Innifalið í gjaldinu er byggingarleyfisgjald, gjald vegna út og hæðarsetningar lóða, lögbundið byggingareftirlit og áfangaúttektir, útgáfa fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar. Að auki eru gjöld vegna ástands- og stöðuúttekta og grenndarkynninga.
kr.

1.3.1. Sólstofur, garðhús, bílageymslur fyrir mest 2 bíla, gripahús og viðbyggingar allt að 20 fermetrar 51.100
1.3.2. Viðbyggingar 20 til 100 fermetrar. 650 pr. ferm.

Byggingarleyfisgjöld af viðbyggingum sem eru stærri en 100 fermetrar skulu vera þau sömu og byggingarleyfisgjöld af því húsnæði sem byggt er við.

2. gr.

2.1. Afgreiðslu- og þjónustugjöld.
Fyrir neðangreinda umsýslu ber að greiða eftirtalin gjöld sbr. 51. gr. mannvirkjalaga nr. 160/210
                                                                            
2.1.1. Staðfestingargjald vegna lóðaúthlutunar, óendurkræft 27.000 kr.
2.1.2. Endurskoðun aðaluppdrátta 10.800 kr.
2.1.3. Endurnýjun byggingarleyfis án breytinga 7.700 kr.
2.1.4. Auka vottorð um byggingarstig og stöðuúttekt 17.700 kr.
2.1.5. Vottorð um ástandsskoðun vegna vín- og veitingaleyfa/starfsleyfa 17.700 kr.
2.1.6. Stöðuleyfi, árgjald greiðist einu sinni á ári 37.850 kr.
2.1.7. Aukavottorð vegna stöðuúttekta, byggingastig 20.000 kr.
2.1.8. Eignaskiptayfirlýsing, hver umfjöllun 4.890 kr.
2.1.9. Breyting á lóðarleigusamningi 28.100 kr.
2.1.10. Endurskoðun aðaluppdrátta 12.000 kr.
2.1.11. Endurnýjun leyfis án breytinga 10.500 kr.
2.1.13. Afgreiðslugjald í skipulags- og byggingarnefnd 4.500 kr.
2.1.14. Afgreiðsla stofnskjala 12.500 kr.
2.1.15. Verulegar breytingar á uppdráttum og lóðarblöðum 65.500 kr.
2.1.16. Óverulegar breytingar á uppdráttum og lóðarblöðum. 25.500 kr.

2.2. Framkvæmdaleyfisgjald og gjald fyrir skipulagsvinnu

Vegna framkvæmdaleyfa og vinnu við deiliskipulag, og breytinga á deiliskipulagi, sem unnið er á vegum landeigenda eða framkvæmdaraðila, sbr. 20. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 skal innheimta gjöld sem hér segir:

2.1.17. Fyrir grenndarkynningu 17.000 kr.
2.1.18. Fyrir afhendingu grunngagna fyrir skipulagsvinnu 8.000 kr.
2.1.19. Fyrir umsýslu vegna breytinga á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 26.gr. 8.000 kr.  
2.1.20. Umsýsla deiliskipulags skv. 25. gr. og breytingar á deiliskipulagi skv. 1.mgr. 26.gr. 35.000 kr.
2.1.21. Framkvæmdaleyfi skv. 7. mgr. 27.gr. 75.000 kr.
2.1.22. Leyfisgjald vegna annara framkvæmdaleyfa 45.000 kr.

Við breytingar eða gerð nýs skipulags sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 getur viðkomandi hagsmunaaðili séð um breytingarnar á sinn kostnað.

3. gr.

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar er heimilt er að innheimta önnur þjónustugjöld en mælt er fyrir um í gjaldskrá þessari, sbr. 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 enda nemi þau ekki hærri fjárhæð en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna.

4. gr.

Breytingar á fjárhæð gjalda.
Gjöld skv. gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu í janúar 2009 og breytast 1. janúar ár hvert, til samræmis við breytingar á vísitölunni. Byggingarvísitala í janúar 2010 er 100,0 stig miðað við grunn 2009. Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og öðlast þegar gildi.

Samþykkt í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar, 15. desember 2010
Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál