Ţruman ekki áfram í söngkeppni Samfés

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 1. febrúar 2011

Undankeppni fyrir söngkeppni SAMFÉS fór fram í Garðinu sl. föstudag.  Keppendur komu frá öllum félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum auk, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Álftanesi og Seltjarnarnesi, samtals 9 þátttakendur. Keppendur Þrumunnar í söngkeppninni voru þær Lára Lind Jakobsdóttir og Valgerður María Vatnsdal. Sungu þær lagið Sakna þín svo (Happy ending) eftir MIKA og gerðu það með stakri prýði en því miður ekki nógu vel að mati dómnefndar því þær komust ekki í lokakeppnina sem fer fram í Laugardalshöllinni í byrjun mars.

Að lokinni söngkeppni var slegið upp dansiball og skemmtu ungmennin sér konunglega. Þótti framkvæmd sem var á höndum heimamanna takast mjög vel.


Söngdívurnar Lára Lind og Valgerður.  Glæsilegir fulltrúar Grindavíkur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir