Fjölsmiđja ? viđbót viđ hefđbundiđ bóknám

  • Fréttir
  • 28. janúar 2011

Fjölsmiðjan er valgrein fyrir nemendur úr elstu bekkjum í Grunnskóla Grindavíkur. Námið felst aðallega í því að horft er til verklegra þátta í skólastarfinu. Kennsluaðferðir í fjölsmiðjunni miðast við að nám eigi sér stað við raunaðstæður og þannig dregið úr bóklegu námi. Nýr umsjónarmaður tók við fjölsmiðjunni á nýju ári, Þórunn Alda Gylfadóttir. Þórunn stundar nám við HÍ - menntavísindasvið og stefnir að útskrift nú í vor.

Nemendur voru að fást við ýmsa hluti þegar heimasíðan leit í heimsókn. Það var verið að rafsjóða, baka, skera út og mála svo eitthvað sé nefnt. Ásamt Þórunni var Jón Valur Arason að leiðbeina við tréútskurð. Sæmdarhjónin Rún Pétursdóttir og Ingólfur Júlíusson hafa verið viðloðandi Smiðjuna í vetur. Rún eða amma Rún eins og nemendur kalla hana hefur verið í eldhúsinu og Ingólfur sem altmuligmand.
Að starfi loknu var boðið upp á hressingu sem amma Rún og Sólon Rafnsson höfðu undirbúið. Ekki af verri endanum, kanilsnúðar og ísköld mjólk.
Það var ekki annað að heyra en nemendum þætti þetta góð viðbót við hefðbundið nám í Grunnskólanum og gæti nýst þeim í framtíðinni.

Sólon Rafnsson og amma Rún í eldhúsinu

Reynir Berg mundar sporjárnið

Hressing að loknu dagsverki


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir