Dansleikur og ţorrahlađborđ á Vör

  • Fréttir
  • 27. janúar 2011

Mikið verður um að vera á Veitingastofunni Vör næstu tvær helgar. Á laugardaginn verður dansleikur fyrir 60 ára og eldri frá kl 21:00 til 01:00 þar sem Grétar Guðmundsson leikur fyrir dansi. Eldri  borgarar eru hvattir til þess að skella sér á ekta harmonikkudansleik, aðgangur er ókeypis. Þá verður þorrahlaðborð á Vör laugardaginn 5. febrúar nk.

Borðhald á þorrablótinu hefst kl. 19 og er verð 3.900 kr. pr. mann. Vinsamlegast pantið tímanlega í síma 426 8570, 661 1213 eða 895 7986.

Á boðstólum verður súrmeti eins og hrútspungar, sviðasulta, lundabaggar, bringukollar lifrapylsa, blóðmör og súrhvalur. Einnig nýmeti eins og hangikjöt, harðfiskur, hákarl, síld, flatbrauð, rófustappa, sviðakjammar, soðið saltkjöt með uppstúf og kartöflum og fleira.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!