Jósef í Búlgaríu

  • Fréttir
  • 22. janúar 2011

Jósef Kristinn Jósefsson, bakvörður Grindvíkinga, er þessa dagana á reynslu hjá búlgarska liðininu PSFC Chernomorets Burgas. Hann fór út síðasta mánudag og verður í viku. Burgas eða hákarlarnir eins og liðið er oft kallað er fjórða sæti í efstu deild en búlgarska deildin er nú í vetrarfríi og hefst að nýju í lok febrúar. Jósef mun æfa með liðinu í viku og samkvæmt heimasíðu liðsins stóðst hann allar læknisskoðanir.

Búlgarska liðið vill fá Jósef að láni. Jósef er enn gjaldgengur í íslenska 21 árs landsliðið sem tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku í sumar.

Jósef hefur leikið með meistaraflokki Grindavíkur undanfarin fjögur sumur en hann á að baki 63 leiki og 3 mörk í úrvalsdeild karla.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir