Úttekt á ţjónustu aldrađra

  • Fréttir
  • 20. janúar 2011

Nökkvi Már Jónsson, félagsmálastjóri, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar ,,Úttekt á þjónustu við aldraða í Grindavík" á bæjarstjórnarfundi í gær. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar þakkar fyrir ítarlega og vel unna skýrslu. Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um nýtt skipulag þjónustu við eldri borgara í Grindavík.
Í því felst m.a.:

1. Að skipulag þjónustunnar taki mið af því skipuriti sem lagt er til í skýrslunni.
2. Að ráðast í nauðsynlegar breytingar á félagsaðstöðu eldri borgara í Víðihlíð.
3. Að ráðið verði í nýtt starf yfirmanns þjónustu við eldri borgara og félagslegrar heimaþjónustu, sbr meðfylgjandi starfslýsing.
4. Að ráðist verði í breytingar á störfum í þjónustu við eldri borgara s.s. í félagslegri heimaþjónustu, dagvist aldraðra og félags- og tómstundastarfi eldri borgara. Næsti yfirmaður þeirra verði hinn nýi yfirmaður og starfsstöð í Víðihlíð.
5. Að félagsmálaráði verði falið að gera tillögu að nýjum reglum um félagslega heimaþjónustu í Grindavík og uppfæra gjaldskrár.

Félagsmálastjóra er jafnframt falið að koma til framkvæmda öðrum þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni, en þarfnast ekki formlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.  

Skýrsluna má nálgast hér. (pdf.skjal - 2MB)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir