Bók gefin út um skáldskap Guđbergs

  • Fréttir
  • 18. janúar 2011

Virt háskólaútgáfa í Kanada gefur á þessu ári út bókina Holdið hemur andann; um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar í samhengi við skáld og heimspekinga vestrænnar menningarsögu. Höfundur bókarinnar er Birna Bjarnadóttir, doktor í fagurfræði íslenskra bókmennta.

Bókin kemur út hjá McGill Queen´s University Press í Montréal. Þær Kristjana Gunnars og Birna hafa þýtt í sameiningu. Birna segist í bókinni lesa fagurfræði Guðbergs saman við hugmyndir í gegnum aldirnar. Birna segir Guðberg mikilhæfasta núlifandi skáldsagnahöfund Íslands.

Hún vonast til að með þessu megi vekja athygli á íslenskum nútímabókmenntum úti í hinum stóra heimi þar sem miðaldabókmenntirnar okkar hafi hingað til ráðið ríkjum. „þá gæti þetta orðið að þessi bók myndi verða til þess að færa íslenskar nútímabókmenntir nær hjarta heimsbókmenntanna og ég held og ég vona að þetta hafi og muni líka hafa þýðingu fyrir Guðberg Bergsson, að því leytinu til að hann er enn sem komið er meira leyndarmálið okkar en eitthvað annað" sagði Birna.

Birna Bjarnadóttir hefur verið forstöðumaður íslenskudeildar Manitobaháskóla í Kanada frá árinu 2006. Holdið hemur andann kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 2003 að því Rúv greinir frá.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!