Anna Sigríđur í 3. sćti í kjörinu um langhlaupara ársins

  • Fréttir
  • 16. janúar 2011

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir varð í 3. sæti í kjörinu um langhlaupara ársins í kvennaflokki. Hún var tilnefnd fyrir að hafa lokið 100 km hlaupi á milli Madrídar og Segovia á 16:27:49 í byrjun október eftir að hafa barist við krabbamein árið 2009. Myndbandsviðtal við Önnu Sigríði má sjá hér á hlaup.is.

Þar segir Anna Sigríður m.a. frá því að hún hjóp sitt fyrsta maraþon 2007. Hún hefur mikinn áhuga á útivist og segir bæði gaman að vera í hlaupahóp með konum úr Grindavík og að fara ein með hundunum sínum.

Anna Sigríður segir frá því í viðtalinu að það hafi verið ákveðin bilun að fara í þetta 100 km hlaup en í veikindum sínum hafi það hjálpað sér að setja þetta markmið. Hlaupið gekk eins og í sögu og segist hún leggja áherslu á að njóta þess og fara ekki of hratt.

Anna Sigríður ætlar að fara til Kanaríeyja í mars ásamt hlaupavinkonum sínum og hlaupa þar yfir eyjuna en þetta er 123. km leið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir