Tillaga ađ deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Vatnskarđsnámur í Grindavík

  • Fréttir
  • 14. janúar 2011

Bæjarstjórn Grindavíkur auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Vatnskarðsnámur í Grindavík skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.

Áður hefur verið samþykkt breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2000-2020 sem felur í sér stækkun efnistökusvæðis Vatnsskarðsnámu til austurs og suðurs. Norðurmörkin voru færð sunnar og eru því nú innan marka Grindavíkurbæjar en voru áður innan svæðis sem óvissa er um hvort tilheyri Grindavíkurbæ eða Hafnarfjarðarbæ. Deiliskipulagið er því í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Stækkun Vatnsskarðsnámu er í samræmi við þá stefnu í aðalskipulagi Grindavíkur að hafa námur í landi bæjarfélagsins fáar og þá stærri. Einnig segir í aðalskipulaginu að vanda beri frágang á námum eftir að nýtingu þeirra líkur.

Deiliskipulag Vatnsskarðsnámu felur í sér framkvæmd sem fellur undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 m.s.br. og er því háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Umhverfismat deiliskipulagsins er birt í sér skýrslu, "Umhverfismat deiliskipulags Vatnsskarðsnámu í landi Grindavíkurbæjar, okt 2009".
Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina efnistökusvæði fyrir Vatnsskarðsnámu og frágang svæðisins við lok efnistökunnar.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum að Víkurbraut 62 í Grindavík, virka daga kl. 9:30 - 15:00, frá 27. janúar til og með 11. mars 2011., einnig má sjá skipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu inni á heimasíðu Grindavíkurbæjar www.grindavik.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna ásamt umhverfisskýrslu. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til forstöðumanns Tæknideildar Grindavíkurbæjar eigi síðar en 11. mars 2011. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.

Grindavík, 14. janúar 2011
Forstöðumaður Tæknideildar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir