Ég verđ bara ađ bíta á jaxlinn í leikjunum

  • Fréttir
  • 7. janúar 2011

Það var hinn dagfarsprúði Guðlaugur Eyjólfsson sem afgreiddi Njarðvíkinga í gærkvöldi með 5 stigum á síðustu 30 sekúndum leiksins þegar Grindvíkingar tóku á móti þeim grænklæddu í Iceland Express-deild karla. 86:78 var lokastaða leiksins og Njarðvíkingar sem höfðu alla burði til að klára dæmið gengu niðurlútir til búningsherbergja eftir leik.

Þrátt fyrir u.þ.b. 10 stiga frost í Grindavíkinni í gær voru heimamenn funheitir á upphafsmínútum leiksins. Njarðvíkingar vöknuðu fljótlega og leikurinn var nánast í járnum allt frá þeim tímapunkti. Á síðustu mínútu var jafnt á öllum tölum þangað til að umræddur Guðlaugur negldi niður þrist og setti þar með pressu á gestina.

Stuðningsmenn Njarðvíkinga gátu ekki annað en hrist hausinn eftir að hafa horft upp á lið sitt klúðra ákjósanlegu færi á að leggja Grindvíkinga með skelfilegri framkvæmd á síðustu sóknarlotum sínum.

Grindvíkingar hófu daginn á tölvupósti þar sem Brock Gillespie tjáði þeim að samningurinn sem þeir sendu fyrir tveimur dögum hefði ekki verið nægilega góður þrátt fyrir að hann hefði samþykkt hann munnlega. Vissulega sást á leik þeirra að leikstjórnanda vantaði, en Þorleifur Ólafsson leysti hlutverkið prýðilega. Talandi um pilt þá átti hann skínandi góðan leik og er óðum að komast í fyrra form eftir að hafa glímt við erfið meiðsli.

,,Þetta var bara skemmtilegur leikur en óþarflega mjótt á munum samt sem áður. Við spiluðum ágætlega úr þessu sem við höfum. Við erum auðvitað ennþá að leita að leikstjórnanda en á meðan gerum við þetta bara eins og við gerðum í kvöld. Mitt ástand er bara dagur fyrir dag eins og þeir segja. Ég verð að drepast í skrokknum á morgun en svo verð ég tilbúinn í næsta leik. Ég er í meðferð daglega og þarf svo að bíta á jaxlinn í leikjum," sagði Þorleifur við Morgunblaðið en hann skilaði 17 stigum og 7 stoðsendingum fyrir Grindvíkinga.

Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 21, Þorleifur Ólafsson 17/10 fráköst/7 stoðsendingar, Guðlaugur Eyjólfsson 14, Ómar Örn Sævarsson 12/6 fráköst, Ármann Vilbergsson 9, Ólafur Ólafsson 6/8 fráköst, Ryan Pettinella 6/11 fráköst, Helgi Björn Einarsson 1.

Hér má sjá myndasyrpu frá leiknum á karfan.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!